Nýtt kynbótamat í nautgriparækt

Þytur 09078
Þytur 09078

Nýlokið er keyrslu á nýju kynbótamati í nautgriparæktinni. Fagráð í nautgriparækt mun funda n.k. mánudag, 13. júní, og fara yfir niðurstöðurnar. Einkum og sér í lagi verður horft til eldri hluta þess nautahóps sem fæddur er 2010, en sá hluti nautanna sem á nægjanlega margar dætur til að kynbótamatið hafi náð tilskyldu öryggi mun koma til dóms. Það ræðst því á fundi fagráðs hvaða naut verða tekin til frekari notkunar á næstu mánuðum.

Nýja kynbótamatið verður keyrt inn í Huppu í næstu viku og fá allir gripir sem búið var að skrá þann 11. maí s.l. nýtt mat eða spá en gögnin voru tekin út þann dag. Við því má búast að listi yfir nautsmæður og efnilega kvígur taki einhverjum breytingum og eru menn beðnir að veita því athygli og láta sæða gripi með flagg í Huppu, með sæði úr nautsfeðrum.

/gj