Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - ný framsetning

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar hafa orðið og Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. og vísast til þeirrar greinar hér. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga en þær höfðu ekki náð 100% þegar uppgjörið var reiknað.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum ágúst

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í ágúst hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nálægt hádegi þann 11. september, höfðu skýrslur borist frá 520 búum. Reiknuð meðalnyt 24.562,1 árskýr á þessum búum, var 6.351 kg
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júlí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júlí hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 17. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 544 búum. Reiknuð meðalnyt 25.589,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum og reiknaðist hin sama og fyrir mánuði síðan.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júní hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegi þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 543 búum. Reiknuð meðalnyt 25.468,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum maí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum maí hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. júní, höfðu skýrslur borist frá 536 búum. Reiknuð meðalnyt 24.841,6 árskúa á þessum búum, var 6.332 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum apríl

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegi þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.703,7 árskúa á þessum búum, var 6.299 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira