Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember 2018

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar voru gerðar nýlega og má vísa aftur til þess hér að Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um sl. miðnætti. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 534 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - ný framsetning

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar hafa orðið og Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. og vísast til þeirrar greinar hér. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga en þær höfðu ekki náð 100% þegar uppgjörið var reiknað.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum ágúst

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í ágúst hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nálægt hádegi þann 11. september, höfðu skýrslur borist frá 520 búum. Reiknuð meðalnyt 24.562,1 árskýr á þessum búum, var 6.351 kg
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júlí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júlí hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 17. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 544 búum. Reiknuð meðalnyt 25.589,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum og reiknaðist hin sama og fyrir mánuði síðan.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júní hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegi þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 543 búum. Reiknuð meðalnyt 25.468,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira