Nautgriparækt fréttir

Aðalfundur Nautís

Aðalfundur Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (Nautís) verður haldinn föstudaginn 27. apríl kl 13:30 að Stóra Ármóti.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2010 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem fram fór á Hótel Selfossi í dag var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2010 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Úranus 10081 frá Hvanneyri þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni, bústjóra, og Hafþóri Finnbogasyni, fjósameistara, viðurkenninguna og við það tækifæri tók Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 2018

Fagþing nautgriparæktarinnar 2018 verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda föstudaginn 6. apríl n.k. Þingið verður haldið á Hótel Selfossi og hefst kl. 13.00 en aðalfundur LK verður settur kl. 10.00 þann sama dag. Dagskrá aðalfundar LK og fagþingsins má sjá hér fyrir neðan, en bæði aðalfundurinn og fagþingið er að sjálfsögðu opið fyrir alla kúabændur landsins sem og annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Lesa meira

Fjárfestingarstuðningur 2018

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingarstuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2018. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars. Rétt er að benda á að síðasti virki dagur fyrir skiladag í nautgriparækt er 28. mars sökum páskaleyfis.
Lesa meira

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011,
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 12. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 550 búum. Reiknuð meðalnyt 25.325,9 árskúa á þessum búum, var 6.234 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017

Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2017 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 581 en á árinu 2016 voru þeir 575. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum, holdanaut í dreifingu, naut með hæsta kynbótamat fyrir einstaka eiginleika,...
Lesa meira