Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú eru fjögur ungnaut fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Glám 16010 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Bleik 840 Áradóttur 04043, Jarfa 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð undan Bamba 08049 og Völku 743 Stílsdóttur 04041, Búra 16017 frá Hvanneyri í Andakíl undan Bláma 07058 og Snúru 1569 Úranusdóttur 10081 og Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Keipi 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003. Þetta eru fyrstu synir Bláma 07058 og Keips 07054 sem koma til dreifingar.
Þessi naut eru komin til dreifingar í A-Skaft. og S-Þing. og koma til dreifingar á öðrum svæðum við næstu áfyllingar í kúta frjótækna. Að venju verða gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum og finna má á nautaskra.net og fara þau í dreifingu til bænda á allra næstu dögum.
/gj