Hrossarækt fréttir

Örmerkinganámskeið

Námskeið í örmerkingum hrossa eru haldin á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eins oft og þurfa þykir. Sá háttur er hafður á að setja áhugasama á lista og þegar listinn telur á bilinu 10-20 manns er haldið námskeið.
Lesa meira

Breyting á sýningaröð kynbótasýninga 2014

Að ósk Sörlamanna í Hafnarfirði og með samþykki Sleipnismanna á Selfossi, samþykkir Fagráð í hrossarækt að sýningastaðirnir víxli áætluðum sýningadögum sínum á komandi vori. Þar með verði sýningahald svo dagsett eftir breytinguna:
Lesa meira

Breytingar á fagráði í hrossarækt

Fyrsti fundur fagráðs á árinu var haldinn þann 16. janúar en hann var jafnframt fyrsti fundur nýskipaðra fulltrúa. Í fagráði sitja fimm fulltrúar frá Félagi hrossabænda og þrír fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands. Sveinn Steinarsson, nýr formaður Félags hrossabænda, tók við af Kristni Guðnasyni fráfarandi formanni.
Lesa meira

DNA-stroksýni

Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, verður á ferðinni í hesthúsahverfum á höfuborgarsvæðinu seinnipart föstudagsins 17. jan. og laugardaginn 18. jan. næstkomandi, við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Pétur: 862-9322 eða petur@rml.is.
Lesa meira

Yfirlýsing

Vegna greinar sem birtist á vefmiðlinum Hestafréttum þann 5. janúar síðastliðinn og ber titillinn „algjör óvissa um framtíð hrossaræktarráðunauts“. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hóf starfsemi sína um áramótin 2012-2013. Fyrirtækið er ehf. en að fullu í eigu Bændasamtaka íslands (BÍ) og sér meðal annars um ráðgjöf í hrossarækt, skýrsluhald og framkvæmd kynbótadóma í umboði BÍ.
Lesa meira