Hrossarækt fréttir

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Búið er að raða í holl á síðsumarssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 18.-22. ágúst n.k. Alls eru skráð 152 hross til dóms. Dómar munu hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8.00 og standa dagana 18.-21. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýning á Mið-Fossum 13. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Mið-Fossum, miðvikudaginn 13. ágúst
Lesa meira

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, 13. ágúst 2014

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, Borgarfirði, fer fram á miðvikudaginn 13. ágúst og hefst kl. 8:00 á elstu hryssunum. Hollaröð verður birt hér á vef RML seint í kvöld. Áætluð lok sýningarinnar er um kl. 12:00.
Lesa meira

Hollaröð á síðsumarssýningu á Sauðárkróki 14.-15. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir síðsumarssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Sauðárkróki 14. - 15. ágúst n.k. Dómar fara fram fimmtudaginn 14. ágúst og hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 15. ágúst og hefst kl. 10:00 þar sem byrjað verður á yngstu hryssunum. Áætluð lok yfirlitssýningar eru kl. 12:30
Lesa meira

Fyrirhuguð miðsumarssýning á Dalvík 28.-30. júlí fellur niður

Sökum dræmrar þátttöku fellur niður fyrirhuguð miðsumarssýning á Dalvík 28.-30. júli. Haft verður samband við þá sem skráð höfðu hross á sýninguna. Einnig má senda tölvupóst á rml@rml.is eða agg@rml.is varðandi endurgreiðslu eða breytingu á skráningu.
Lesa meira

Yfirlit miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum 22. júlí - Hollaröð

Yfirlit miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 22. júlí og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hollaröðina má nálgast hér á síðunni en áætluð lok sýningarinnar eru um kl. 10:50.
Lesa meira

Kynbótasýning á Dalvík 28.-30. júlí - síðasti skráningardagur 18. júlí

Kynbótasýning fer fram á Dalvík dagana 28.-30. júlí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar mið- og síðsumars - Síðasti skráningardagur á Gaddstaðaflatir mánudaginn 14. júlí

Þann 20. júní var opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar miðsumars og þann 14. júlí verður opnað fyrir skráningar á síðsumarsýningar. Skráning og greiðsla fer fram á netinu í gegnum síðuna www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“
Lesa meira

Enn pláss á FEIF-námskeiði fyrir unga kynbótaknapa í Þýskalandi

Ennþá er möguleiki að skrá sig á FEIF-námskeið fyrir unga kynbótaknapa, sem haldið verður í Þýskalandi í ágúst.
Lesa meira

Dómsorð um hesta sem hlutu heiðursverðlaun á nýafstöðnu landsmóti

Á nýafstöðunu Landsmóti hestamanna voru 5 hestar sýndir til verðlauna með afkvæmum. Heiðursverðlaunahafar voru tveir þeir Stáli frá Kjarri og Vilmundur frá Feti sem hlaut Sleipnisbikarinn að þessu sinni.
Lesa meira