Hrossarækt fréttir

Er búið að örmerkja?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flestöll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum RML.
Lesa meira

Áætlun fyrir kynbótasýningar 2015 - Fjórðungsmót og fleira

Nú er sýningaráætlunin fyrir kynbótasýningar á Íslandi árið 2015 komin hér á vef RML undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Fjórðungsmót verður haldið á Austurlandi í ár og fagráð í hrossarækt er búið að ákveða einkunnalágmörk fyrir kynbótahross á mótið. Líkt og fyrir Landsmót á síðasta ári verða mismunandi lágmörk fyrir alhliða hross og klárhross.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt verður haldið á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) í febrúar. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru um menntun eru BS-gráða í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum.
Lesa meira

Ráðning ábyrgðarmanns í hrossarækt

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML. Þorvaldur hefur lokið doktorsnámi í búvísindum með megináherslu á kynbótafræði og hrossarækt. Umfjöllunar- og rannsóknarefnið í doktorsritgerð hans var ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3-erfðavísinum. Þorvaldur hefur mikla reynslu af dómum á kynbótahrossum, situr í fagráði í hrossarækt og hefur töluverða reynslu af alþjóðlegu samstarfi innan FEIF. Þorvaldur mun hefja störf strax á nýju ári og bjóðum við hjá RML nýjan liðsmann velkominn til starfa.
Lesa meira

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Kynbótasýningar hrossa 2014

Þar sem kynbótasýningum er nú lokið fyrir nokkru síðan er ekki úr vegi að taka saman nokkrar tölulegar staðreyndir. Sýningarnar fóru hægt af stað eins og venja er. Nokkrum sýningum var aflýst vegna lítillar þátttöku en miðað var við að skrá þyrfti að lágmarki 30 hross til að af sýningu yrði. Undantekning frá þessari reglu var gerð á Austurlandi enda einungis í boði ein sýningu í þeim landshluta. Sýningar ársins urðu ellefu, sjö vorsýningar, ein miðsumarssýning og þrjár síðsumarssýningar.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum föstudaginn 22. ágúst

Yfirlitssýningin fer fram föstudaginn 22. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:00. Sjá hollaröð hér undr meðfylgjandi slóð.
Lesa meira

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýningin fer fram föstudaginn 22. ágúst og hefst kl. 8:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á hryssum 7v og eldri. Hollaröð og nánari tímasetningar verða birtar eftir að dómum lýkur fimmtudagskvöldið 21. ágúst; þó liggur þegar fyrir að ekki verða aðrir flokkar á yfirliti fyrir hádegi á föstudeginum en hryssur 7v og eldri og hluti af 6v hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Sauðárkróki 15. ágúst

Yfirlitssýning hefst kl. 10:00 á Sauðárkróki á morgun, föstudaginn 15. ágúst. Áætluð lok eru kl. 12.30.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Blönduósi felld niður

Síðsumarssýning kynbótahrossa sem vera átti á Blönduósi dagana 18.-20. ágúst n.k. hefur verið felld niður vegna ónógrar þátttöku.
Lesa meira