Hrossarækt fréttir

Kynbótasýning á Blönduósi 18.-21. maí

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum - munið að síðasti skráningardagur er föstudagurinn 8. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Ef það er ekki búið verður ekki hægt að skrá þær til sýningar. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.
Lesa meira

Ungfolaskoðanir og fyrirlestur á Fljótsdalshéraði

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, verður á ferðinni á Fljótsdalshéraði þriðjudaginn 5. maí. Boðið verður upp á ungfolaskoðanir þennan dag og tekur Einar Ben Þorsteinsson á móti skráningum í síma 896-5513.
Lesa meira

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Rétt er að minna á eftirfarandi: Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.
Lesa meira

Átt þú hryssu eða stóðhest sem stefnt er með á kynbótasýningu?

Ef svo er ættir þú að kynna þér eftirfarandi: Nú í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni, til ætternisgreiningar, úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Þessi ákvörðun var tekin á fagráðsfundi 9. janúar síðast liðinn.
Lesa meira

Er búið að örmerkja?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flestöll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum RML.
Lesa meira

Áætlun fyrir kynbótasýningar 2015 - Fjórðungsmót og fleira

Nú er sýningaráætlunin fyrir kynbótasýningar á Íslandi árið 2015 komin hér á vef RML undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Fjórðungsmót verður haldið á Austurlandi í ár og fagráð í hrossarækt er búið að ákveða einkunnalágmörk fyrir kynbótahross á mótið. Líkt og fyrir Landsmót á síðasta ári verða mismunandi lágmörk fyrir alhliða hross og klárhross.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt verður haldið á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) í febrúar. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru um menntun eru BS-gráða í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum.
Lesa meira