Hrossarækt fréttir

Fyrirhuguð kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða kynbótasýningu á Akureyri og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næstu kynbótasýningar verða á Blönduósi og í Hafnarfirði dagana 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á þær sunnudagurinn 11. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí.

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 14. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni http://www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 12.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu í Víðidal í Reykjavík og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næsta sýning á Suðurlandi verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði vikuna 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á hana 11. maí. Nánari upplýsingar um kynbótasýningarnar er að finna hér.
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 12. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. sunnudag 4. maí. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning hrossa á Sauðárkróki 24.-25.apríl fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmárksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Sauðárkróki og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu RML þriðjudaginn 22. apríl n.k.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag 7. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú er um að gera að drífa í að skrá. Skráning og greiðsla fara fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á skráningarsíðuna hér í gegnum heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en á forsíðunni er valmöguleikinn „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Áttu stóðhest sem ætlunin er að fara með á kynbótasýningu?

Þá er rétt að huga tímalega að því að taka DNA-sýni úr honum og foreldrum hans því stóðhestar fá ekki dóm nema að hafa sannað ætterni. Hægt er að panta sýnatöku í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á rml@rml.is. Þó svo búið sé að taka stroksýni úr nös á stóðhesti þarf einnig að taka blóðsýni úr honum ef hann er 5 vetra eða eldri. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind.
Lesa meira

Sýningagjöld á kynbótasýningum 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samþykkt tillögu fagráðs í hrossarækt að gjaldskrá fyrir kynbótasýningar. Gjaldskráin tekur strax gildi og verða sýningargjöld sumarið 2014 innheimt samkvæmt henni, fyrir fullnaðardóm 20.500 kr. og fyrir byggingar/hæfileikadóm 15.500 kr.
Lesa meira

Einstaklingsmerkingar hrossa

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja öll ásetningsfolöld. Örmerkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Of mikið er um það að örmerkjablöð skili sér seint inn til skráningar. Lítið gagn er í óskráðu örmerki! Of mörg dæmi eru um það að ekki hafi tekist að hafa upp á eigendum hrossa í óskilum vegna þess að örmerkið sem í þeim finnst er hvergi skráð.
Lesa meira

Vel heppnað örmerkinganámskeið fyrir norðan

RML stóð fyrir örmerkinganámskeiði á Akureyri á dögunum. Námskeiðið var vel sótt og öðluðust 13 aðilar réttindi til að örmerkja hross eftir námskeiðið. Kíkið á meira til að sjá myndir frá námskeiðinu.
Lesa meira