Hrossarækt fréttir

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 2.-14. júní

Búið er að raða í holl á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 2.-14. júní n.k. Alls eru skráð 473 hross á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 8.00 og standa dagana 2.-5. júní. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní og lýkur fyrir hádegi laugardaginn 7. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí 2014

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Sörlastöðum, Hafnarfirði, fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður m. eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Fljótsdalshéraði 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Sörlastöðum miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum, þá 6 vetra, 5 vetra og 4ra vetra hryssur, yngstu stóðhestar og upp í elstu flokka.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um flutning kynbótasýningar frá Selfossi í Hafnarfjörð

Vegna fréttar á vef Eiðfaxa þann 26. maí þar sem staðhæft er að forsvarsmenn RML hafi haft annað en hagsmuni ræktunarstarfsins að leiðarljósi við ákvörðun um að færa kynbótasýningu sem halda átti á Selfossi dagana 26.-28. maí til Hafnarfjarðar viljum við koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira

Kynbótasýning á Selfossi flutt í Hafnarfjörð

Af illviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að flytja kynbótasýninguna á Brávöllum/Selfossi (26.-28. maí) yfir á Sörlastaði í Hafnarfirði. Hollaraðir, tímasetningar og skipulag allt stendur sem fyrr – utan breytt staðsetning sýningarinnar.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Hellu, Borgarfirði og Melgerðismelum.

Nú eru báðar vikurnar á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu orðnar fullar og kominn biðlisti í Worldfeng/Sportfeng. Við viljum við benda á að enn eru laus pláss á sýningar í Borgarfirði og Melgerðismelum. Smellið á "Lesa meira" fyrir nánari upplýsingar um biðlistana.
Lesa meira

Hollaröðun á kynbótasýningu á Fljótsdalshéraði 27.-28. maí

Kynbótasýning verður á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði þriðjudaginn 27. maí og hefst hún kl. 13:00. Yfirlitssýning verður miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 9:00. Alls eru 19 hross skráð til leiks. Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn „Röðun hrossa á kynbótasýningu“ hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun á kynbótasýningu á Sauðárkróki 27.-30. maí

Kynbótasýning verður haldin á Sauðárkróki dagana 27.-30. maí. Dómar hefjast í reiðhöllinni á Sauðárkróki þriðjudaginn 27. maí kl. 09:00. Á miðvikudag og fimmtudag hefjast dómar kl. 08:00. Yfirlitssýning verður svo á föstudag. Hún hefst kl 09:00 þar sem byrjað verður á 4. vetra hryssum.
Lesa meira

Kynbótasýning á Melgerðismelum 3.-6. júní

Kynbótasýning fer fram á Melgerðismelum dagana 3.-6. júní verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira