Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Við minnum á könnun um kúadóma sem lið í vinnu við mat á hagrænu vægi eiginleika í nautgriparækt hérlendis. Mjög mikilvægt er að sem flestir sjái sér fært að taka þátt. Markmið þessarar könnunar er að leggja mat á það hversu mikil auka vinna fer í mjaltir og aðra vinnu í kring um gripi vegna júgur-, spena- og mjaltagalla og skaps. Mikilvægt er að lesa spurningarnar vandlega og svara eftir bestu vitund. Niðurstöður þessarar könnunar verða nýttar til þess að skilgreina ný vægi í úrvalsskilyrðum fyrir íslensku mjólkurkúastofninn og því áríðandi að fá sem best svör.
Niðurstöður könnunarinnar verða aldrei nýttar á persónugreinanlegan hátt og eru aðeins til upplýsingaöflunar í þágu ræktunarstarfsins.
Reikna má með að það taki 15-30 mín. að svara könnuninni.
Hægt er að taka þátt í könnuninni með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:
Könnun fyrir bú með mjaltakerfi eða mjaltabás
Könnun fyrir bú með mjaltaþjón
Við þökkum þeim sem sjá sér fært að taka þátt kærlega fyrir að gefa sér tíma til þess.
/gj