Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um eða eftir hádegið þ. 11. apríl 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 545 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.694,1 árskýr á fyrrnefndum 545 búum var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslur höfðu borist frá var 47,1.
Lesa meira

Angus-kálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel

Aberdeen Angus kálfarnir hjá NautÍs í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru rólegir og dafna vel en þeir eru vigtaðir á tveggja vikna fresti. Þeir Draumur, Vísir og Týr voru þyngstir þegar vigtað var þann 21. mars s.l. Draumur er orðinn 374 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.742 gr á dag til jafnaðar frá fæðingu. Vísir er 360 kg en hann hefur verið að þyngjast um 1.576 gr og Týr er 343 kg og hefur því þyngst um 1.508 gr á dag.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2011 og 2012 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar við upphaf fagþings nautgriparæktarinnar sem haldið var í dag. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012.
Lesa meira

Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Í lok febrúar s.l. hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil. Braut 112 er fædd 12. september 2005, dóttir Stígs 97010 og Þúfu 026. Braut bar sínum fyrsta kálfi þann 23 .október 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 12. febrúar 2017.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 22. mars n.k.

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði því loknu tekur fagþingið við. Á dagskrá eru fjölmörg erindi þar sem m.a. verður fjallað um kynbætur, skýrsluhald og nautakjötsframleiðslu. Aðalfundur LK og fagþingið eru að sjálfsögðu opin öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í janúar 2019

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 537 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.382,6 árskúa á búunum 537 var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 537 var 47,3.
Lesa meira