Breytingar á reyndum nautum í notkun
15.10.2019
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í byrjun október og að þessu sinni með breyttum áherslum, þ.e. heildareinkunn er nú reiknuð með nýju vægi eiginleika. Þær breytingar hafa verið kynntar, m.a. í Bændablaðinu. Þessar breytingar hafa breytt aðeins mati nauta og þá á þann veg að þau naut sem gefa dætur sem mjólka fituríkri mjólk og eru með góða júgur- og spenagerð hækka heldur í mati. Sem dæmi hefur Sjarmi 12090 nú lækkað úr 115 í 111 án þess að í raun hafi orðið stórvægilegar breytingar á mati hans fyrir einstaka eiginleika. Heildareinkunn reiknast hins vegar lægri vegna breyttra áherslna.
Lesa meira