Nautgriparækt fréttir

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í byrjun október og að þessu sinni með breyttum áherslum, þ.e. heildareinkunn er nú reiknuð með nýju vægi eiginleika. Þær breytingar hafa verið kynntar, m.a. í Bændablaðinu. Þessar breytingar hafa breytt aðeins mati nauta og þá á þann veg að þau naut sem gefa dætur sem mjólka fituríkri mjólk og eru með góða júgur- og spenagerð hækka heldur í mati. Sem dæmi hefur Sjarmi 12090 nú lækkað úr 115 í 111 án þess að í raun hafi orðið stórvægilegar breytingar á mati hans fyrir einstaka eiginleika. Heildareinkunn reiknast hins vegar lægri vegna breyttra áherslna.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá í september hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. október 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 518 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.854,2 árskúa á hinum fyrrnefndu 518 búum var 6.273 kg eða 6.523 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk) á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í ágúst hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. september 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 532 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.108,3 árskúa á fyrrnefndum 532 búum var 6.259 kg eða 6.510 kg OLM
Lesa meira

Skýrsla um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt

Skýrsla um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt hefur nú verið birt hér á vefnum en eins og nafnið bendir til fjallar hún um mat á hagrænu vægi eiginleika í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar. Skýrslan var unnin á vegum RML af þeim Jóni Hjalta Eiríkssyni og Kára Gautasyni. Um er að ræða umfangsmikið verk sem staðið hefur yfir í tvö ár. Þessi vinna er mikill fengur fyrir nautgriparæktina og í reynd nauðsynlegur grunnur að ákvarðanatöku um ræktunarmarkmið fyrir íslenska kúastofnsins.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst 2019

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum júlí hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var morgni þ. 14. ágúst 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 527 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.052,9 árskúa á fyrrnefndum 527 búum var 6.244 kg eða 6.495 kg OLM á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 527 var 47,5.
Lesa meira

Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem hefur notið stuðnings þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar, Landssambands kúabænda og Nautastöðvar BÍ, og lauk nú fyrir skömmu. Lokaskýrsla um verkefnið verður birt innan tíðar en unnið er að lokafrágangi hennar. Fagráð ákvað að fara að þeim tillögum sem lagðar eru til í verkefninu og breyta útreikningi á heildareinkunn. Segja má að því felist einnig ákveðin breyting á ræktunarmarkmiði nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera neikvæð, þ.e. enga sjúkdóma er að finna í gripunum.
Lesa meira

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016. Glöggir lesendur sjá strax að Kláus 14031 er hálfbróðir Bárðar 13027 að móðurinni til.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum júní hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 11. júlí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 515 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 102 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.431,8 árskúa á fyrrnefndum 515 búum var 6.232
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust fyrir hádegið þ. 11. júní 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.636,9 árskúa á þessum 514 búum var 6.200 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 47,9. Meðalnyt árskúa var á síðustu 12 mánuðum, mest á búi Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal, hinu sama búi og undanfarna mánuði, þar sem hver árskýr skilaði nú að meðaltali 8.495 kg.
Lesa meira