Hrossarækt fréttir

Yfirlitssýning á Selfossi 13. júní

Yfirlitssýning fer fram á Brávöllum á Selfossi fimmtudaginn 13. júní og hefst kl. 08:30. Áætlað er að sýningunni verði lokið um kl. 12:30. Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum á forsíðunni.
Lesa meira

Hollaröð reiðdómur Hólar þriðjudaginn 11.06.

Þriðjudaginn 11.06. mæta hross til reiðdóms á Hólum sem voru sköpulagsdæmd mánudaginn 10.06. Hér má sjá röðun fyrir þriðjudaginn:
Lesa meira

Einungis sköpulagsdómar á Hólum í dag, 10.06. - sjá frétt

Kynbótasýningin sem fram fer á Hólum, og hófst í dag, leggur aðeins öðruvísi af stað en venja er. Í dag, mánudag, er einungis verið að sköpulagsdæma hross (sem vera áttu á mánudag og þriðjudag) og á morgun, þriðjudag, koma þessi sömu hross til reiðdóms. Aðrir dagar verða með hefðbundnu sniði. Sýningarstjóri biðlar til knapa og umráðamanna hrossa að vera með puttann á púlsinum til að allt megi ganga sem best.
Lesa meira

Mælingar kynbótahrossa

Þegar hross koma til kynbótadóms eru þau mæld og eru skrokkmálin ellefu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Tilgangur mælinganna er að fylgjast með þróun í stærð og hlutföllum íslenska hestsins.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum á Suðurlandi vikuna 18. til 21. júní hefur verið birt

Sýningarnar eru á Rangárbökkum við Hellu (96 hross), Spretti í Kópavogi (56 hross) og Brávöllum á Selfossi (96 hross). Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Með því að smella á hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum hér á forsíðunni, má nálgast nýjustu upplýsingar um hollaröðun sýninga.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar í Víðidal 7. júní

Yfirlit kynbótasýningar í Víðidal fer fram föstudaginn 7. júní og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast með því að smella á fréttina og hlekkinn hér og í gegnum forsíðuna hjá okkur á hnappnum Röðun hrossa á kynbótasýningum. Áætluð lok sýningar er um kl. 15:50
Lesa meira

Yfirlitssýning á Rangárbökkum 6. júní

Yfirlitssýning annarar vorsýningar á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 08.30 Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira

Hollaraðir fyrir Hóla vikurnar 10.-14. júní og 17.-21. júní

Hér má sjá hollaraðir Hóla, fyrir næstu tvær vikur. Athugið, dæmt verður á 17. júní (mánudag) þar sem ekki var unnt að koma hrossunum fyrir á þessum tveimur vikum með öðru móti.
Lesa meira

Uppfærð röðun fyrir sýninguna í Spretti vikuna 10.-14. júní

Vegna veðurs varð að aflýsa sýningunni á Hólum sem vera átti í þessari viku. Það setti eitt og annað úr skorðum. Til að reyna að koma til móts við óskir knapa var nokkrum hrossum að norðan bætt inn á sýninguna í Spretti. Hollaröðun hjá þeim sem þegar voru skráði á sýninguna breyttist eingöngu á miðvikudeginum 12. júní, búið er að senda út tölvupóst á þá knapa sem voru færðir til. Hollaröð hefur verið uppfærð hér á síðunni.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning - hætt við dóma á fyrstu sýningarviku á Hólum

Vegna áframhaldandi vondrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa sýningarvikunni 3. - 7. júní (vika 23) á Hólum. Hross sem skráð eru á þá viku, munu færast yfir á næstu viku á eftir (vika 24) og hefjum við þá dóma sunnudaginn 9. júní.  Það stefnir þá í langa og stranga viku 9. - 14. júní og biðjum við þá knapa sem ekki sjá sér fært að sýna þá,  að hafa samband og einnig ef einhverjir geta fært sig yfir í viku 25, þá höfum við örlítið rými til að bæta við örfáum hrossum þar til að minnka álagið á yfirlitsdegi í viku 24..
Lesa meira