Skýrsluhald - skráning folalda og fleira
09.01.2024
|
Nú í upphafi árs er gott að huga að því hvort eitthvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Hér er bent á það helsta sem gott er að fara yfir í heimarétt WF: Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að grunnskrá folöldin sem fæðast í vor. Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar? Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa? Er litaskráning í lagi? Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?
Lesa meira