Nýtt kynbótamat

Nýtt kynbótamat var reiknað fyrir íslenska hestinn síðustu helgi og var það birt nú á mánudagsmorgni. Þegar Landsmót er haldið er nýtt kynbótamat iðulega reiknað til að hafa nýjar niðurstöður til að byggja röðun afkvæmahesta á. Alls bættust við frá vorinu 1.520 dómar frá sex löndum. Alls byggir kynbótamatið nú á 37.416 fullnaðardómum og því ljóst að árlega bætast við verðmætar upplýsingar sem styrkja grunn kynbótamatsins.

/okg