Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl
29.03.2023
|
Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2022. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira