Hrossarækt fréttir

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár.
Lesa meira

Skráning á stóðhestaskýrslum og fangvottorðum

Nú eru væntanlega flestir stóðhestar komnir í frí og hryssurnar komnar til síns heima. Það er því rétti tíminn núna að ganga frá skráningum á fangi. Skráning á fangi er eitt af því sem þarf að vera skráð í WF til að hryssueigendur geti skráð folöldin sem fæðast á næsta ári. Eins og þegar hefur verið kynnt, er í dag innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa (sjá verðskrá RML).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 23. ágúst

Yfirlit síðsumarauka á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kl. 09:00. Áætluð lok um kl. 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Stekkhólma 23. ágúst

Yfirlitssýning á Stekkhólma hefst kl 9 þriðjudaginn 23. ágúst. Alls hlutu 10 hross hæfileikadóm.
Lesa meira

Síðsumaryfirlit á Hellu 19. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst kl. 08:00. Áætluð lok um kl. 15-15:20.
Lesa meira

Sýningarhald á Hellu miðvikudaginn 17.8 fellur niður annað sýningarhald óbreytt - Gul veðurviðvörun

Vegna gulrar veðurviðvörunar munum við fresta sýningu á Gaddstaðaflögum við Hellu, miðvikudaginn 17.ágúst og öll þau hross sem eiga tíma þá færast þá yfir á mánudaginn 22. ágúst.  Að öðru leyti mun sýningin halda áfram samkvæmt áætlun á fimmtudaginn 18.ágúst og þau hross sem skráð eru á fimmtudaginn verða sýnd á fimmtudaginn. Yfirlitssýning verður á föstudaginn eins og áætlað var fyrir hross sem koma til dóms í þessari viku.  Hrossin sem áttu sýningartíma á morgun miðvikudag 17.ágúst munu fá sýningartíma á mánudaginn 22.ágúst og yfirlitssýning verður fyrir þau hross þriðjudaginn 23.ágúst. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/sudurland
Lesa meira

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði fer fram dagana 22. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 22. ágúst kl. 8:00. Alls eru 17 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á þriðjudeginum 23. ágúst. Sýnendur eru beðnir um að mæta tímalega þar sem öll hross verða mæld af dómurum áður en dómar hefjast.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 15. ágúst kl. 8:00. Alls eru 125 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 19. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímalega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýning Fljótsdalshéraði 22 og 23. ágúst

Til að verða við óskum Austfirðinga hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Fljótsdalshéraði þann 22. ágúst sem lýkur með yfirlitssýningu 23. ágúst. Til að sýning verði haldin verða að nást að lágmarki 15 skráningar. Skráning er þegar hafin og er lokaskráningardagur föstudagurinn 12. ágúst.
Lesa meira