Hrossarækt fréttir

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Hrossaræktarfundir næstu daga

Næstu daga munu Elsa Albertsdóttur ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML og Nanna Jónsdóttir formaður fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands fara í fundarferð um landið.
Lesa meira

DNA-sýni kynbótahrossa 2023

Nú styttist óðfluga í fyrstu kynbótasýningar vorsins 2023 og vert að hvetja ræktendur sérstaklega til að huga vel að þeim kröfum sem gerðar eru til DNA-sýna og ætternisstaðfestingar kynbótahrossa. Enn fremur minna á að tryggast og best er að taka sýnin tímanlega þannig að niðurstaða sýna liggi fyrir við kynbótadóm.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2022. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Stóðhestaval

Mikinn fróðleik er að finna inni í upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfengur.com, s.s. upplýsingar um einstaklinga, ætterni þeirra og mat á byggingu og kostum þeirra á kynbótasýningum. Kynbótamatið sem endurspeglar gæði hrossa til framræktunar byggir einmitt á slíkum upplýsingum, bæði á einstaklingnum sjálfum og öllu skylduliði hans.
Lesa meira

DNA-sýnatökur hrossa / Örmerkingamenn

Frá og með mánudeginum 6. mars 2023 verður nýju verklagi varðandi DNA-sýnatökur hrossa og samstarfi við greiningaraðilann Matís ýtt úr vör. Frá þessum degi býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.
Lesa meira

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Einstaklingsmerkingarvottorð á að hafa borist til skráningar fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Áhugasamir hafi samband við Elsu Albertsdóttur (elsa@rml.is) fyrir 7. febrúar nk.
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við.
Lesa meira