Hrossarækt fréttir

Röðun hrossa í Víðidal 3.-7. júní

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal hefur verið birt hér á síðunni. Alls eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Við biðjum sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og eftir kaffihlé hefjast mælingar kl. 15:50.
Lesa meira

Vegvísir við kynbótadóma 2024

Við viljum vekja athygli á því að Vegvísir við kynbótadóma fyrir árið 2024 er aðgengilegur öllum á heimsíðu RML. Vegvísirinn inniheldur allar helstu upplýsingar varðandi hvað bera að hafa í huga við dóma og framkvæmd kynbótasýninga. Í honum má finna helstu reglur sem gilda um framkvæmdina, vinnureglur FEIF við kynbótadóma sem og stigunarkvarða einstaklingsdóma. Við hvetjum sýnendur og aðstandendur hrossa að kynna sér Vegvísinn fyrir sýningar sumarsins.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á vorsýningar er á morgun 24. maí

Síðasti skráningardagur á allar vorsýningar er á miðnætti á morgun föstudaginn 24. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 27. til 31. maí

kráningar á vorsýningar ganga vel og eru nú þegar 7 af 12 sýningum fullar. Enn er þó nóg eftir af plássum og skráningarfrestur er til 24. maí. Á fyrstu sýninguna á Rangárbökkum, vikuna 27. til 31. maí eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Er það von okkar að með aðeins breyttu fyrirkomulagi takist okkur að halda tímasetningar betur en oft hefur verið. Til þess að það gangi þurfa allir að leggja sig fram, dómarar, eigendur, sýnendur og annað starfsfólk. Samstarf þessara aðila gengur lang oftast frábærlega og ber að þakka það.
Lesa meira

Kynbótasýningar - til upprifjunar fyrir reiðdóminn

Nú eru vorsýningar fram undan og Landsmót í Reykjavík. Vorið er ávallt tilhlökkunarefni og mikil þátttaka er í þeim kynbótasýningum sem framundan eru sem er afar ánægjulegt. Hrossarækt og kynbótasýningar eru í eðli sínu samstarfsverkefni á milli ræktenda, sýnenda og starfsfólks kynbótasýninga þar sem ætlunin er að lýsa hverjum grip af kostgæfni og skapa verðmætar upplýsingar fyrir ræktunarstarfið. Ég ætla í nokkrum pistlum hér á síðunni að fara í gegnum atriði sem gott er að hafa í huga áður en sýningarnar byrja. Þessi verður um framkvæmd reiðdómsins.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar mánudaginn 6. maí kl. 09:00. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Hrossamælingar – ný þjónusta

Mælingamenn meðal starfsmanna RML bjóða hestaeigendum nú nýja þjónustu - mælingu þeirra hrossa sem óskað er. Öll venjubundin mál sem notuð eru við hrossadóma eru tekin eða alls 11 skrokkmál auk mælinga á hófalengd og holdastigunar. Niðurstöðurnar eru vistaðar í upprunaættbókinni WorldFeng og þar aðgengilegar og sýnilegar öllum notendum. Mælingar hafa sýnt sig að hafa ótvírætt gildi, þær eru leiðbeinandi við sköpulagsdóma og sýnt hefur verið fram á tengsl margra þeirra við hæfileika og aðaleinkunn í kynbótadómi.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn hrossaræktarráðunautur hjá RML og starfar á Búfjárræktar- og þjónustusviði RML. Þorvaldur er öllum hnútum kunnugur innan hrossaræktarinnar og starfaði hjá RML á árunum 2015-2020.  Þorvaldur er með doktorsmenntun í búvísindum, hefur verið alþjóðlegur kynbótadómari frá árinu 2002, haldið fjölda námskeiða bæði hér heima og erlendis og veitt ráðgjöf í hrossarækt. Þorvaldur hefur unnið lengi á samstarfsvettvangi FEIF fyrir Íslands hönd og sem meðlimur fagráðs í hrossarækt.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2023. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif? Eigendur stóðhesta eru minntir á að skrá hvað hryssur voru hjá þeirra hestum sumarið 2023. Ef hryssueigandinn er þegar búin að skrá fyljun er nóg að stóðhestseigandinn staðfesti þá skráningu (sjá mynd 1). Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs.
Lesa meira

Alþjóðlegu kynbótadómaranámskeiði FEIF lokið

Annað hvert ár er haldið alþjóðlegt kynbótadómaranámsskeið á vegum FEIF á Íslandi og að þessu sinni var það haldið í Kríunesi í Kópavogi, 8. til 10. mars. Fyrirlesarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Heimir Gunnarsson. Verkleg æfing var haldin á laugardeginum og lánaði Helgi Jón Harðarson hesthúsið sitt í það og Eyjólfur Þorsteinsson útvegaði hross í verkefnið. Þökkum við þeim Helga Jóni og Eyjólfi kærlega fyrir aðstoðina. Erlendis hefjast kynbótasýningar í byrjun apríl en hér á landi verður fyrsta sýningin á Rangárbökkum í lok maí. Búast má við spennandi vori enda landsmót fram undan.
Lesa meira