Hrossarækt fréttir

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.451 folöld (lifandi 4.322) sem er mjög svipaður fjöldi og var á þessum tíma í fyrra. Skráð trippi fædd árið 2022 eru 6.145 (lifandi 5.810), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld ennþá óskráð. Alls hafa 3.340 folöld þegar verið örmerkt.
Lesa meira

Af kynbótasýningum, molar frá árinu 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins annast framkvæmd kynbótasýninga hrossa á Íslandi í umboði Bændasamtaka Íslands. Kynbótadómar eru fyrst og síðast stöðluð gagnasöfnun um eiginleika sem taldir eru verðmætir í ræktun hrossa. Eiginleikarnir eru ýmist metnir og stigaðir samkvæmt dómsskala og/eða mældir beinni mælingu. Dómskerfið og þau gögn sem aflað er hafa tekið hægum en öruggum breytingum og þróun á undangengnum áratugum, í takt við nýja þekkingu og breyttar áherslur.
Lesa meira

Skýrsluhald - skráning folalda og fleira

Nú í upphafi árs er gott að huga að því hvort eitthvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Hér er bent á það helsta sem gott er að fara yfir í heimarétt WF: Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að grunnskrá folöldin sem fæðast í vor. Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar? Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa? Er litaskráning í lagi? Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Erfðaframför í íslenska hrossastofninum - Hvernig er dreifing einkunna á kynbótasýningum og í kynbótamati?

Ræktunarmarkmiðið íslenska hestsins er víðfeðmt og eiginleikarnir sem ræktendur leitast við að bæta eru fjölmargir. Til einföldunar má skipta þeim í tvo meginflokka. Annars vegar „séða eiginleika“, sem ráðast alfarið af erfðum stakra erfðavísa (dæmi: erfðir hrossalita og gangráðs) og eru ekki háðir neinum umhverfisáhrifum, og hins vegar „magneiginleika“ sem lúta áhrifum fjölmargra erfðavísa og umhverfisþátta.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa haustið 2023

Nýr kynbótamatsútreikningur hefur verið settur inn í Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, fyrir alls 492.564 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160 og skiptist eftir löndum þannig: Ísland 22.379, Svíþjóð 4.459, Þýskaland 3.721, Danmörk 2.819, Noregur 1.279, Austurríki 387, Finnland 294, Holland 319, Bandaríkin 228, Kanada 117, Sviss 110, Bretland 39 og Færeyjar 9. Alls var tekið tillit til 1.027 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum fyrir gangráðinn.
Lesa meira

Sýningar kynbótahrossa – þjónustukönnun RML

Nú að afloknum kynbótasýningum ársins er mikilvægt að fara yfir hvernig til hefur tekist og hvað megi bæta í þjónustunni og eins að undirbúa umfjöllun haustsins sem væntanlega verður m.a. á vegum deildar félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.
Lesa meira

Hrossamælingar / WorldFengur – Tímamót

Nú hefur ný og spennandi viðbót bæst við upprunaættbók íslenska hestsins WorldFeng. Frá og með mánudeginum 28. ágúst varð fært að skrá hefðbundnar mælingar hrossa og vista í gagnabankanum – utan reglulegra kynbótasýninga. Þetta þýðir meðal annars: Hvenær sem er má óska eftir mælingu, fyrir hvaða hross sem er, geldinga – hryssur – stóðhesta, og mælingar verða sýnilegar öllum notendum WorldFengs á heimsvísu. Fylgjandi og sjálfsögð krafa er að gripurinn sé grunnskráður og örmerktur. Öll hefðbundin mál eru tekin og skráð, alls x13 m. hófamálum. Sjá sérstakan flipa í grunnmynd hvers hests í WorldFeng: Mælingar
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 24. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 24. ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hefðbundin röð flokka. Áætluð lok sýningar um kl. 15:00.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira