Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2013 - meðalverðslíkan

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknaðar í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir, taldar í krónum eftir hverja vetrarfóðraða á.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira