Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júní hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. júlí, höfðu skýrslur borist frá 89% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.996,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.128 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir maí síðastliðinn hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 13. júní, höfðu skýrslur borist frá um það bil 91% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.644,9 árskúa á þessum búum, var 6.102 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

6.000 lítra múrinn rofinn - niðurstöður úr afurðaskýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í mars hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbil þ. 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.055,0 árskúa á þessum 93% búanna, var 6.003 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 11:00 þ. 11. mars, höfðu skýrslur borist frá 95% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.557,5 árskúa á þessum 95% búanna, var 5.970 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 10:00 þ. 11. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 94% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.281,9 árskúa á þessum 94% búanna, var 5.931 kg
Lesa meira

Námskeið í Huppu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur 2015

Eru ekki allir búnir að skila stóðhestaskýrslum fyrir síðastliðið ár? Hafa ef til vill einhverjir gleymt þeim niðri í skúffu! Endilega drífið í að skila svo hryssueigendur geti skráð folöldin, sem fæðast í vor, rafrænt í heimaréttinni. Eyðublöðum er hægt að skila inn á öllum starfsstöðvum RML. Ég vil benda á að nú er komið sérstakt eyðublað vegna fósturvísaflutninga en þar er hægt að gera grein fyrir meðgöngumóður.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 582 en á árinu 2014 voru þeir 579. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609,9 árskýr skiluðu 5.851 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014, en þá skiluðu 23.861 árskýr meðalnyt upp á 5.721 kg, og mestu meðalafurðir sem mælst hafa á landinu. Mestar meðalafurðir 2015 voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.
Lesa meira