Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Mest meðalnyt á síðustu 12 mánuðum var á búi Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd en þar var reiknuð meðalnyt 7.955 kg eftir árskú. Þetta bú var í öðru sæti í síðasta mánuði. Annað í röðinni nú var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal. Nytin þar var nú 7.928 kg eftir árskú. Þetta bú var efst í uppgjöri júnímánaðar. Þriðja búið að þessu sinni, eins og við síðasta uppgjör, var Hriflubú sf. í Hriflu í Þingeyjarsveit (áður í Ljósavatnshreppi), en þar var reiknuð meðalnyt núna 7.826 kg á árskú. Fjórða búið nú var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd en þar reiknaðist nytin 7.687 kg á árskú. Þetta bú var hið fimmta í röðinni við síðasta uppgjör. Fimmta búið í röðinni í þetta sinn var bú Stóru-Tjarna ehf. á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Meðalnytin á því búi var 7.678 kg eftir árskú. Á 35 búum reiknaðist meðalnytin nú 7.000 kg eða meiri en þau voru 30 við síðasta uppgjör.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Gola 970 (f. Hjarði 06029) á Gili í Skagafirði og mjólkaði hún 12.417 kg á tímabilinu. Hún sat einnig í efsta sæti þessa lista fyrir mánuði. Önnur í röðinni nú var Bomba 157 (f. nr. 94 undan Fonti 98027) á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði en hún mjólkaði 11.833 kg. Hún var í þriðja sæti á listanum fyrir mánuði. Kýrin sem reiknaðist þriðja í röðinni við lok júlí var Agla 361 (f. Þrasi 98052) í Viðvík í Skagafirði. Nyt hennar var 11.681 kg og var hún sjötta í röðinni við lok júní. Í fjórða sæti að þessu sinni var Sigga 517 (f. Sússi 05037) í Norðurgarði á Skeiðum og mjólkaði hún 11.353 kg síðustu 12 mánuðina. Sigga var sextánda í röðinni við síðasta uppgjör. Fimmta kýrin við lok júlí var Ausa 306 (f. Þverteinn 97032) í Garðakoti í Hjaltadal og skilaði hún 11.305 kg á tímabilinu. Ausa var einnig í fimmta sæti við síðasta uppgjör. Alls náðu 11 kýr á þeim búum, sem afurðaskýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti síðastliðna nótt, að mjólka yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni
/gj