Skýrsluhald fréttir

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 564 búum. Reiknuð meðalnyt 24.817,4 árskúa á þessum búum, var 6.046 kg
Lesa meira

Til athugunar vegna skýrsluhalds og greiðslna í nautgriparækt

Við vekjum athygli á því að skýsluhald í nautgriparækt er skilyrði fyrir öllum greiðslum samkvæmt samningi starfsskilyrði nautgriparæktar. Matvælastofnun mun um næstu mánaðamót fresta greiðslum til þeirra sem ekki hafa gert full skil fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og til grundvallar eru lögð skil á svokölluðu lögbundnu skýrsluhaldi.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í marsmánuði sem nú er nýliðinn, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til fljótlega eftir hádegið þann 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.914,4 árskúa á þessum búum, var 6.037 kg
Lesa meira

Norrænn fundur um skýrsluhald í nautgriparækt

Í gær funduðu og báru saman bækur sínar varðandi skýrsluhald í nautgriparækt ráðunautar frá Norðurlöndunum og Eistlandi. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Selfossi en þessi hópur hittist einu sinni á ári og flyst fundurinn landa á milli. Á fundinum er farið yfir stöðu skýrsluhaldsmála í hverju landi fyrir sig, farið yfir nýjungar og þau vandamál sem við er að eiga auk þess sem möguleikar og kostir aukins samstarfs og samvinnu eru ræddir.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira

Er búið að grunnskrá og örmerkja folöldin?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja megnið af þeim fölöldum sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) eða senda þau á eftirfarandi heimilisföng:
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í nýliðnum janúar hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 13. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 568 búum. Reiknuð meðalnyt 24.688,4 árskúa á þessum búum, var 6.057 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 43,5 á tímabilinu.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 575 en á árinu 2015 voru þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira