Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júlí sl. eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 11. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir júlí frá 91% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.979,0 árskúa á fyrrnefndum 91% búanna, var 5.761 kg (5.737 kg í júní) sl. 12 mánuði. Meðalfjöldi árskúa á þessum búum við uppgjörið nú var 43,7.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir mars eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. apríl var búið að skila skýrslum fyrir marsmánuð frá 94% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.020,4 árskúa á fyrrnefndum 94% búanna, var 5.749 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir febrúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 90% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.922,2 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.751 kg sl. 12 mánuði. Sambærileg tala við lok janúar var 5.736 kg.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.675,5 árskúa á fyrrnefndum búum, 539 að tölu, var 5.736 kg sl. 12 mánuði. Meðalnyt árskúa á síðasta ári reiknaðist 5.721 kg
Lesa meira

Framleiðsluaukning síðasta árs borin uppi af fjölgun kúa

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2014 hafa nú verið birtar og ekki hægt að segja annað en að þær beri nokkurn keim af þeim framleiðsluaðstæðum sem kúabændur búa nú við. Á síðasta ári jókst mjólkurframleiðsla á landinu um 8,6% milli ára og nam samtals 133,5 milljónum lítra sem er mesta innvigtun á einu ári um áratuga skeið. Á yfirstandandi ári er ljóst að gera þarf enn betur en greiðslumark mjólkur nemur nú 140 milljónum llíta sem er nærri 5% meira en framleiðsla síðasta árs. Í árslok var framleidd mjólk til sölu í 629 fjósum og meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 213.489 lítrum. Til þess að ná 140 milljóna lítra innleggi verða þessi 629 bú að framleiða 222.576 lítra að meðaltali eða 4,3% meira en meðalbúið framleiddi á síðasta ári. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt ef aukning síðustu ára er höfð í huga en alls ekki ómögulegt.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 579 en á síðasta ári voru þeir 584. Virkir skýrsluhaldarar voru 575 við lok ársins 2014 og skýrsluskil voru 99% þegar gögnin voru tekin út á síðastliðnu miðnætti, aðfaranótt 23.janúar. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 23.861,3 árskýr skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira