Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.875,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.772 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 577 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.811,4 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.763 kg
Lesa meira

Ný nautaskrá og ungnautaspjöld komin í dreifingu

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og er í dreifingu með hefðbundnum hætti þessa dagana. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ekki hafa verið í nautaskrá áður. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má. Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok september eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. október var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.087,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.743 kg
Lesa meira

Færeyingar taka Huppu í notkun

Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. september var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Lesa meira

Morgunstund gefur gull í mund

Vorið 2014 var mjög gott og sauðburður gekk víðast hvar vel að teknu tilliti til tíðarfars samanborið við undangengin vor. Núna er það heyskapur sem stendur yfir en hann gengur misvel sökum tíðarfars. Sauðfjárbændur hafa verið duglegir að ganga frá upplýsingum um sauðburð í Fjárvís en rétt er að minna bændur á að nýta rigningardagana til að ljúka við vorskýrsluhaldið. Líkt og gert var fyrir ári síðan var kynbótamat fyrir frjósemi sem tók mið af vorgögnum reiknað áður en haustbækur voru sendar út og mæltist það vel fyrir hjá bændum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira