Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.

Reglurnar um gæðastýrt skýrsluhald má finna  hér.

/sk