Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum október
11.11.2019
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var nálægt hádegi þ. 11. nóvember 2019.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 531 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.560,7 árskúa á þessum 531 búi var 6.297 kg eða 6.546 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira