Skýrsluhald fréttir

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 576 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.196,0 árskúa á þessum 90% búanna, var 5.870 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Rafrænn innlestur í mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum

Kúabændur með Lely-mjaltaþjóna geta nú lesið nyt kúnna inn í Huppu með rafrænum hætti og innsláttur þessara upplýsinga ætti því að heyra sögunni til hjá þeim. Við biðjum menn að lesa þær leiðbeiningar sem hafa verið útbúnar vel og vandlega áður en hafist er handa en til þess að ekki komi upp vandamál þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Með þessu móti er ekki aðeins að vinna manna við vinnu vegna innsláttar minnki heldur á áreiðanleiki mælinganna að verða enn meiri auk þess sem við getum nú safnað mjólkurflæðimælingum kúnna. Þær mælingar munu þegar fram í sækir styrkja grunn okkar í mati á mjöltum verulega.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.
Lesa meira

Hrútaskrá 2015-16 kemur út í lok næstu viku

Nú hillir undir útgáfu hrútaskrárinnar sem margir eru eflaust farnir að bíða með nokkurri eftirvæntingu. Verið er að leggja lokahönd á skrána fyrir prentun og unnið dag og nótt að því að ná allra nýjustu upplýsingum með í ritið, þ.e. nýju kynbótamati fyrir hrútana. Áður hefur komið fram hér á síðunni hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum í vetur en í skránni verða upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í október sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir kl. hálf tíu að morgni þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 92% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.380,4 árskúa á þessum 92% búanna, var 5.842 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í september sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 12. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.682,5 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.808 kg
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 11. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.385,9 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.790 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira