Skýrsluhald fréttir

Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.
Lesa meira

Hrútaskrá 2015-16 kemur út í lok næstu viku

Nú hillir undir útgáfu hrútaskrárinnar sem margir eru eflaust farnir að bíða með nokkurri eftirvæntingu. Verið er að leggja lokahönd á skrána fyrir prentun og unnið dag og nótt að því að ná allra nýjustu upplýsingum með í ritið, þ.e. nýju kynbótamati fyrir hrútana. Áður hefur komið fram hér á síðunni hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum í vetur en í skránni verða upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í október sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir kl. hálf tíu að morgni þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 92% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.380,4 árskúa á þessum 92% búanna, var 5.842 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í september sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 12. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.682,5 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.808 kg
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 11. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.385,9 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.790 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júlí sl. eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 11. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir júlí frá 91% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.979,0 árskúa á fyrrnefndum 91% búanna, var 5.761 kg (5.737 kg í júní) sl. 12 mánuði. Meðalfjöldi árskúa á þessum búum við uppgjörið nú var 43,7.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira