Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.675,5 árskúa á fyrrnefndum búum, 539 að tölu, var 5.736 kg sl. 12 mánuði. Meðalnyt árskúa á síðasta ári reiknaðist 5.721 kg en þess má geta að þegar við gerum árið upp, tökum við með niðurstöður frá öllum búum sem einhverjum skýrslum hefur verið skilað frá á árinu. Þegar við reiknum hvern og einn mánuð þar á milli, þá er hins vegar aðeins reiknað meðaltal fyrir búin sem skýrslum hefur verið skilað frá fyrir viðkomandi mánuð. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 539 búum var 42,1.
Rétt er að ítreka að þær niðurstöður sem birtar eru nú koma frá 93% skýrsluhaldara og gott er að hafa það í huga þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar.
Mest meðalnyt á síðustu 12 mánuðum, líkt og við síðasta uppgjör var á búi Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal. Þar var meðalnytin nú 7.865 kg á árskú. Næsta bú í röðinni að þessu sinni var Félagsbúið í Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum þar sem meðalafurðir á síðustu 12 mánuðum voru 7.836 kg eftir árskú. Þriðja búið á listanum við lok janúar var bú Kristjáns Hans Sigurðssonar í Lyngbrekku á Fellsströnd, en þar var reiknuð meðalnyt nú 7.759 kg eftir árskú. Fjórða búið nú var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd með reiknaða meðalnyt 7.715 kg á árskú. Í fimmta sæti nú var Félagsbúið á Espihóli í Eyjafjarðarsveit en þar var meðalnytin 7.649 kg á árskú. Fátt þarf að koma kunnugum á óvart við þessa upptalningu og reyndar er röðin í fimm efstu sætunum sú sama og fyrir mánuði síðan.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Ausa 306 (f. Þverteinn 97032) í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði en hún mjólkaði 12.973 kg á tímabilinu. Önnur í röðinni var Stytta nr. 336 (f. Öðlingur 03002) á Kotlaugum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Nyt hennar reyndist vera 12.436 kg á síðustu 12 mánuðum. Í þriðja sæti á þessum lista var kýr nr. 724 (f. Karri 06007) á Espihóli í Eyjafjarðarsveit en hún skilaði 12.203 kg á umræddu tímabili. Fjórða hæsta við lok janúar var kýr nr. 417 (f. Fontur 98027) á Eystra-Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum, sem mjólkaði 11.889 kg. Fimmta kýrin nú var Agla 361 (f. Þrasi 98052) í Viðvík í Skagafirði. Nyt hennar nú var 11.886 kg.
Alls náðu 21 kýr á þeim búum, sem afurðaskýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. janúar að mjólka yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum en við seinasta uppgjör voru þær 22. Af þessum hópi mjólkuðu 7 yfir 12.000 kg og þar af skilaði ein yfir 13.000 kg.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk