Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði. Sambærileg tala við lok mars var 5.749 kg. Meðalfjöldi árskúa á þessum búum var 42,5. Enn er rétt er að ítreka að þær niðurstöður sem nú birtast koma frá 91% skýrsluhaldara og hafa ber það í huga þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar.
Mest meðalnyt á síðustu 12 mánuðum var á sama búi og fyrir mánuði, Félagsbúinu í Skógum undir Austur-Eyjafjöllum, þar skilaði árskýrin 7.766 kg á sl. 12 mánuðum. Annað í röðinni nú, sama og við síðasta uppgjör var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, en þar var meðalnyt árskúnna að þessu sinni 7.706 kg. Þriðja búið við lok apríl var Félagsbúið á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi þar sem meðalnyt reyndist 7.640 kg eftir árskú. Í fjórða sæti að þessu sinni var bú Arnars Bjarna og Berglindar í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem árskýrin skilaði 7.628 kg á sl. 12 mánuðum. Fimmta í röðinni var bú Stóru-Tjarna ehf. á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði en þar reiknaðist meðalnytin 7.607 kg eftir árskú.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og fyrir mánuði, Ausa 306 (f. Þverteinn 97032) í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði en hún mjólkaði 13.101 kg á tímabilinu. Önnur í röðinni að þessu sinni var kýr nr. 740 (f. Kappi 01031) á Espihóli í Eyjafirði en hún mjólkaði 12.959 kg síðustu 12 mánuðina. Hún var í þriðja sæti á lista marsmánaðar. Þriðja nythæsta kýrin í nýliðnum apríl var Króna 131 (f. 198 undan Stíg 97010) í Ásgarði í Reykholtsdal í Borgarfirði. Króna mjólkaði 12.451 kg á uppgjörstímabilinu. Fjórða kýrin nú var Flaska nr. 883 (f. Bólstri 07011) í Garði í Eyjafjarðarsveit en hún skilaði 12.435 kg. Fimmta kýrin á listanum að þessu sinni var sú sama og síðast, Lína 1147 (f. Dúllari 07024) á Stóra-Ármóti í Flóa, sem mjólkaði 11.859 kg síðustu 12 mánuði.
Alls náðu 11 kýr á þeim búum, sem afurðaskýrslum hafði verið skilað frá síðdegis 11. maí að mjólka yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum. Fjórar þeirra náðu að skila meiri mjólk en 12.000 kg og þar af komst ein yfir 13.000 kg markið.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk