Haustuppgjör sauðfjár 2015

Ljósmynd: Ragnar Þorsteinsson
Ljósmynd: Ragnar Þorsteinsson

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.

Til að finna uppgjörsskýrslur fyrir árið 2015 þarf að velja Bússkýrslur undir liðnum sem heitir „Búið mitt“ á forsíðu Fjárvís. Skilgreina þarf framleiðsluárið 2015 til að sækja skýrslur sem tilheyra árinu 2015. Undir „Skýrslur búsins“ eru skýrslur sem tilheyra viðkomandi búi beint.

Afurðaskýrsla birtir uppgjör viðkomandi bús í samanburði við fjárræktarfélagið sem búið tilheyrir, sýslu og svo landið allt. Uppgjörið er tvískipt eftir aldri áa. Afurðaskýrslan er kvik, þar sem upplýsingar um fjárræktarfélag, sýslu og landið breytast í takt við fjölda þeirra sem skila inn gögnum.
Hrútaskýrsla birtir uppgjör á þeim hrútum sem voru lambafeður á búinu og fallþungaeinkunn hvers og eins eftir að gera hafa verið ýmsar kerfisbundnar leiðréttingar á gögnunum. Jafnframt eru þar upplýsingar um hrútana sem ærfeður.
Kjötmatsskýrsla fjárræktarfélags birtir uppgjör kjötmats eftir búum í viðkomandi fjárræktarfélagi.
Kjötmatsskýrsla birtir kjötmatsuppgjör allra hrúta á búinu.

„Niðurstöður skýrsluhalds“ eru skýrslur sem byggja á gögnum frá öllum sem hafa skilað.
Þar má finna ýmsa afurðalista og eins hvernig efstu bú m.t.t. gerðar raðast upp. Eins eru þar niðurstöður um sæðishrúta sem lambafeður sem  og hvernig dætur þeirra að koma út. Allar þessar skýrslur eru kvikar, þ.e. þær breytast eftir því sem fleiri skila inn gögnum. Þær verða því ekki gerðar endanlegar á vef RML fyrr en öll gögn ársins 2015 hafa skilað sér inn.

/eib