Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.

Geitfjárbændur eru hvattir til að fylla skýrslurnar út sem fyrst og sila þeim inn í síðasta lagi fyrir janúar lok 2016. Hægt er að fylla út formið sem menn fá í pósti eða ná sér í skýrsluformið hér á heimasíðunni og þá er hægt að senda það í tölvupósti. Þegar hafa nokkrir geitfjárræktendur skilað þessum gögnum.

Styrkir eru greiddir út á allar skýrslufærðar vetrarfóðraðar geitur. Í þessari viku verður afgreiddur styrkur vegna skýrslufærðra geita fyrir framleiðsluárið 2013 til 2014.

Sjá nánar

Skýrsluhald í geitfjárrækt 

ee/okg