Sauðfjárskólinn verður í Skagafirði

Fyrr í haust var sauðfjárbændum á öllu landinu boðið að skrá sig í fundaröðinna Sauðfjárskólann. Næg þátttaka fékkst aðeins á Norðurlandi og verða fundirnir haldnir í Skagafirði þar sem bændur úr Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði koma saman. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Tjarnarbæ við Sauðárkrók miðvikudaginn 18. nóvember n.k. og hefst kl 13:00. Pláss er fyrir þátttakendur frá nokkrum búum í viðbót en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 17. nóvember. Sauðfjárbændur á svæðinu eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til endurmenntunar og samfunda við starfssystkini sín.

Upplýsingar um Sauðfjárskólann má finna hér á heimasíðunni og/eða heyra í umsjónarmanni þessa verkefnis Árna B. Bragasyni, netfang ab@rml.is, sími 516-5008 /895-1372.

Sjá nánar

Sauðfjárskólinn 

abb/okg