Fyrstu keyrslu á erfðamati lokið – erfðamengisúrval tekur við
26.10.2022
|
Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og segja má að um sérstakan hátíðafund hafi verið að ræða. Til umfjöllunar voru niðurstöður fyrstu keyrslu á erfðamati sem Þórdís Þórarinsdóttir hefur haft veg og vanda af með dyggri aðstoð Egils Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Þessi stóri áfangi markar tímamót í íslenskri nautgriparækt þar sem nú tekur við erfðamengisúrval með tilheyrandi umbyltingu á því kynbótaskipulagi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. Hér er án efa um að ræða eitt stærsta, ef ekki stærsta, framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskri búfjárrækt. Við nálgumst nú lokahnykkinn í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi fyrir áratug.
Lesa meira