Nautgriparækt fréttir

Fyrstu keyrslu á erfðamati lokið – erfðamengisúrval tekur við

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og segja má að um sérstakan hátíðafund hafi verið að ræða. Til umfjöllunar voru niðurstöður fyrstu keyrslu á erfðamati sem Þórdís Þórarinsdóttir hefur haft veg og vanda af með dyggri aðstoð Egils Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Þessi stóri áfangi markar tímamót í íslenskri nautgriparækt þar sem nú tekur við erfðamengisúrval með tilheyrandi umbyltingu á því kynbótaskipulagi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. Hér er án efa um að ræða eitt stærsta, ef ekki stærsta, framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskri búfjárrækt. Við nálgumst nú lokahnykkinn í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi fyrir áratug.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 470 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.094,8 árskúa á búunum 470 var 6.294 kg. eða 6.238 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Eitt nýtt reynt naut úr árgangi 2017

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og tók ákvörðun um að setja eitt nýtt naut í hóp reyndra nauta í dreifingu. Um er að ræða Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum, undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reyndum nautum í notkun. Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða óbreyttir að öðru leyti en því að Jötunn 17026 fellur út og í hans stað kemur Herkir 16069 inn sem nautsfaðir.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum ágúst

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.884,1 árskýr á búunum 468 reyndist 6.308 kg. eða 6.236 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina sýni úr 1.230 gripum hérlendis

Nú eru komnar niðurstöður arfgerðargreininga úr 1.230 gripum frá því DNA-sýnataka úr kvígum hófst er liðið var á síðasta vetur til viðbótar við þær u.þ.b. 12 þús. sem komnar voru áður. Búið er að yfirfara niðurstöðurnar með hliðsjón af ætterni og leiðrétta það þar sem kom í ljós að um rangfærslur var að ræða. Samtals reyndust 73 gripir af þessum 1.230 vera rangt ættfærðir eða 5,9%. Þá innihéldu 27 sýni það lítið erfðaefni að greining telst ómarktæk, það er ekki tókst að greina nægan fjölda erfðavísa til þess að niðurstöður séu nothæfar. Þessu til viðbótar voru sex sýnaglös tóm þegar þau komu til greiningar, nokkuð sem er illskiljanlegt hafi einstaklingsmerkið verið sett í eyra viðkomandi gripa.
Lesa meira

Fréttir af DNA-sýnatöku úr kvígum

DNA-sýnataka samhliða einstaklingsmerkingu nautgripa hefur nú verið í gangi frá því s.l. vetur. Mælst er til þess að allar kvígur séu merktar með merkjum með sýnatökuglasi þannig að innan fárra ára verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur. Í dag er búið að merkja og skrá 1.891 kvígu í Huppu á 284 búum. Þessar kvígur eru fæddar frá og með 10. janúar til og með 17. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hafa verið skráðar ásettar 6.153 kvígur á 493 búum. Á tímabilinu hefur því tekist að safna sýnum úr tæplega þriðjungi allra ásettra kvígna.
Lesa meira

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlímánuði

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í júlí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru laust eftir hádegið þann 11. ágúst.
Lesa meira

Dreifing sæðis úr Angus-nautunum Jóakim og Jenna hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Jóakim 21403 og Jenna 21405 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Jóakim 21403 og Jenni 21405, eru báðir undan Jens av Grani NO74061. Móðurfaðir Jóakims er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Jenna er Horgen Erie NO74029.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira