Ný naut að koma í notkun
12.01.2023
|
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að taka fimm ný naut til notkunar en úr notkun fara 10 naut. Þannig verða naut í notkun samtals 17 næstu vikurnar. Ný naut í notkun verða Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum (f. Skalli 11023), Bússi 19066 frá Búvöllum í Aðaldal (f. Steri 13057), Bersi 20004 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi (f. Hálfmáni 13022), Hengill 20014 frá Klauf í Eyjafirði (f. Ýmir 13051) og Kaldi 21020 frá Hraunhálsi í Helgafellssveit (f. Risi 15014). Áfram er unnið samkvæmt þeirri reglu að dreifa faðerni nautanna eins og kostur er.
Lesa meira