Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 14. júní. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 116 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Fræðsluefni fyrir holdagripabændur

Undanfarinn misseri hefur RML unnið fræðsluefni fyrir holdagripabændur. Í fræðsluheftinu má meðal annars finna efni um beitarskipulag, fráfærur, val á ásetningsgripum og fengitíð. Vegna Covid takmarkana hefur ekki verið mögulegt að halda kynningafund eins og áætlað var. Skipulagðir fundir munu væntanlega fara fram í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum

Nýverið birtist grein eftir Egil Gautason, Önnu Schöherz og Bernt Guldbrandsen í tímaritinu Animal Science þar sem gerð er grein fyrir rannsókn á skyldleikarækt og þróun hennar í íslenska kúastofninum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta sögulega skyldleikarækt, og þróun í skyldleikarækt á síðari árum. Í rannsókninni var notast við yfir 8000 arfgerðir af íslenskum kúm til að meta sögulega skyldleikarækt og þróun í skyldleikarækt. Að auki voru samsætutengsl í erfðamenginu metin og kannað var hvort ummerki fyndust um úrval í erfðamenginu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Afkvæmadómur nauta f. 2015

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið hérna á vefinn hjá okkur. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.
Lesa meira

Jörfi 13011 verðlaunaður

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna Covid-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum, viðurkenninguna. Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist.
Lesa meira

Þrjú ný ungnaut fædd 2019

Þá eru komnar upplýsingar um þrjú síðustu nautin úr 2019 árgangnum á nautaskra.net. Þetta eru þeir Samson 12060 frá Egilsstöðum á Völlum undan Stera 13057 og Dorrit 12019 Baldadóttur 06010, Binni 12064 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Bakkusi 12001 og Blesu 847 Bárðardóttur 13027 og Bússi 12066 frá Búvöllum í Aðaldal undan Stera 13057 og Mjólká 845 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars

Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,7 en árskýrnar voru að meðaltali 22,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.428,8 kg. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 504 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.655,6 árskúa á fyrrnefndum 504 búum var 6.376 kg eða 6.423 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 504 var 48,9.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Öll tekin sýni farin til greiningar

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn RML unnið að DNA-sýnatökum úr íslenska kúastofninum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Í þessu skyni hefur verið farið á samtals 173 bú um allt land auk Nautastöðvarinnar á Hesti. Samtals voru tekin 4.125 vefjasýni úr kúm og 106 vefjasýni úr nautum auk þess sem 63 sæðissýni fóru til greiningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Lesa meira