Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum september, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru um miðjan dag þann 11. október. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 486 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.971,0 árskýr á búunum 486 var 6.380 kg eða 6.315 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 49,3.
Lesa meira

Nýtt reynt naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 og Sjúss 15048 úr dreifingu en notkun á þeim er orðin lítil. Nautsfeður verða áfram þeir sömu og síðustu vikur utan það að Jónki 16036 bætist í þann hóp eftir umtalsverða hækkun í mati.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 500 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.598,7 árskúa á búunum 500 var 6.363 kg eða 6.473 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 493 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 118 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.307,6 árskúa á búunum 489 var 6.359 kg eða 6.394 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Staða á geymslurými búfjáráburðar á kúabúum

Þessa dagana vinnur RML að verkefni sem snýr að því að fá yfirlit yfir stöðu geymslurýma og meðhöndlunar búfjáráburðar á kúabúum. Verkefnið er unnið fyrir stjórnvöld en það er einnig vilji búgreinarinnar að fá upplýsingar um hvort og þá hvaða tækifæri kunna að vera fólgin í bættri nýtingu búfjáráburðar og í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hauggeymslum.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord Rossiter av Høystad NO62302 sem var undan þýska Angus-nautinu Donaumoos King Rossiter C182-ET DE0985921182. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.net auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 vaknaði sú hugmynd að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð til þeirra lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Þá var þegar í gangi verkefni sem tengdist rekstri á kúabúum auk verkefnis tengt afkomuvöktun á sauðfjárbúum og því eðlilegt og nauðsynlegt að skoða einnig stöðu nautakjötsframleiðenda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM
Lesa meira

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039,
Lesa meira