Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október
11.11.2021
Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 499 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 121 bús þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.798,2 árskúa á búunum 499 reyndist 6.362 kg eða 6.478 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira