Fjögur ný naut í notkun
20.11.2023
|
Fjögur ný naut hafa nú verið sett í notkun og um leið fara eldri og mikið notuð naut úr notkun. Þeir sem koma nýir inn eru Magni 20002 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Jörfa 13011 og Blöndu 609 Lagardóttur 07047, Gauti 20008 frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd undan Sjarma 12090 og Hólmfríði 1410 Boltadóttur 09021, Mjölnir 210285 frá Sólvangi í Fnjóskadal undan Kláusi 14031 og Brák 612 Úlladóttur 10089 og Drangur 22004 frá Hólmahjáleigu í Landeyjum undan Bikar 16008 og Tindu 1553 Úranusdóttur 10081. Þeir Magni 20002 og Gauti 20008 hafa áður verið í notkun og þá sem óreynd naut en Mjölnir 21025 og Drangur 22004 koma í fyrsta sinn til notkunar. Rétt er að vekja athygli á að Drangur er fyrsti sonur Bikars 16008 sem kemur til notkunar.
Lesa meira