Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár.
Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021.
Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt. Stöðugt er bætt inn búrekstrarlegum þáttum inn í greiningarvinnuna auk þess sem lögð hefur verið áhersla á ráðgjöf um betri bókhaldsvinnu til að fá sem skýrust gögn til úrvinnslu.
Vegna mikilla breytinga á rekstrarumhverfi greinarinnar á árinu 2022 telur verkefnishópurinn mikilvægt að birta milliuppjör vegna rekstrarársins 2022 sem fyrst. Markmiðið er að birta það í síðasta lagi í apríl út frá gögnum frá að lágmarki 50 kúabúum.
Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu meðaltöl gagnasafnsins fyrir árin 2019-2021 en skýrslu með nánari greiningu gagna má vænta nú í febrúar.
Sjá nánar:
Rekstrargreining kúabúa - Meðaltöl gagnasafns 2019-2021
Mynd: Atli Vigfússon
/okg