Öflug naut úr 2017 árgangi koma til notkunar
15.06.2022
|
Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun að lokinni kynbótamatskeyrslu núna í júní. Að þessu sinni urðu allmiklar breytingar á mati nautanna og er ástæðan einkum sú að spenaeinkunn var breytt á þann veg að nú er notast við kjörgildi hvað lengd og þykkt spena varðar. Þannig lækkar spenaeinkunn eftir því sem nautin gefa spena sem eru lengra frá kjörgildi. Með þessu er refsað fyrir of langa og of stutta spena sem og of þykka og of granna spena. Hæfilegir spenar fá því bestu einkunn.
Í dreifingu koma fjögur ný naut fædd 2017. Þetta eru þeir Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528, Þrælsdóttur 09068, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022 og Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira