Nautgriparækt fréttir

Öflug naut úr 2017 árgangi koma til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun að lokinni kynbótamatskeyrslu núna í júní. Að þessu sinni urðu allmiklar breytingar á mati nautanna og er ástæðan einkum sú að spenaeinkunn var breytt á þann veg að nú er notast við kjörgildi hvað lengd og þykkt spena varðar. Þannig lækkar spenaeinkunn eftir því sem nautin gefa spena sem eru lengra frá kjörgildi. Með þessu er refsað fyrir of langa og of stutta spena sem og of þykka og of granna spena. Hæfilegir spenar fá því bestu einkunn. Í dreifingu koma fjögur ný naut fædd 2017. Þetta eru þeir Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528, Þrælsdóttur 09068, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022 og Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 11. maí. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 475 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.941,7 árskúa á búunum 475 reiknaðist 6.349 kg eða 6.337 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Nautaskra.is

Nautaskráin á netinu sem hefur verið með veffangið eða lénið nautaskra.net er nú komin með nýtt veffang sem er nautaskra.is. Við bendum notendum á að uppfæra hjá sér bókamerki/flýtileiðir í samræmi við það.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum mars

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 479 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.959,1 árskýr á búunum 479 reyndist 6.336 kg eða 6.329 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Þórdís Þórarinsdóttir fer yfir nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu. Þetta er eitthvað sem enginn áhugamaður um nautgriparækt lætur fram hjá sér fara. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Guðrún Björg Egilsdóttir fjalla um áhrif umhverfis á útskilnað niturs á kúamjólk.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati. Ákveðið var að setja fjögur naut fædd árið 2017 í notkun sem reynd naut og eru það jafnframt fyrstu reyndu nautin úr þeim árgangi. Þetta eru Kopar 07014 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bláma 07058 og Búvísri 555 Baldadóttur 06010, Flýtir 17016 frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum undan Gusti 09003 og Rjóð 524 dóttur Starra 0455 Spottasonar 01028, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028 og Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Runólfur Sigursveinsson fer yfir rekstrarafkomu nautgriparæktarinnar 2017-2020 og horfur þessa árs og næsta. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt - opið fyrir umsóknir til 31. mars

RML minnir nautgripabændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við nautgriparækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022: Fyrsti fundur á morgun, þriðjudaginn 15. mars

Við minnum á að fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Að þessu sinni verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars kl. 12.00. Til umfjöllunar á þeim fundi verður innleiðing nýrra lífsýnamerkja í nautgriparækt. Hlekk inn á fundinn er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira