Nautgriparækt fréttir

Rekstur og afkoma íslenskra kúabúa

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2017-2020. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 123 kúabúa af landinu öllu. Heildarmjólkurframleiðsla þátttökubúanna var um 27-29% af heildarinnleggi mjólkur á landsvísu. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2021

Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar hafa nú birst á vef okkar og einnig í Bændablaðinu. Hér fylgja greinarnar sem þar birtust lítið breyttar, um mjólkurframleiðsluna fyrst en um kjötframleiðsluna á eftir.
Lesa meira

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Að loknu ársuppgjöri nautgriparæktarinnar var keyrt nýtt kynbótamat og að þessu sinni var um nokkra tímamótakeyrslu að ræða. Í fyrsta skipti var allt mat keyrt í einu ferli í einu og sama forritinu sem að styttir keyrslutíma mikið og flýtir ferlinu. Um leið voru gerðar ákveðnar breytingar sem hafa tiltölulega lítil áhrif en einhver í einstaka tilvikum.
Lesa meira

Tafir á sýnatöku vegna erfðamengisúrvals

Í haust kynntum við að fyrirhugað væri að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt nú um áramótin. Því miður verða tafir á þeirri fyrirætlan þar sem unnið er að uppfærslu búnaðar í Noregi til þess að geta framleitt viðkomandi merki fyrir Ísland. Vonast er til þess að framleiðsla geti hafist fyrir lok febrúar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 498 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.845,6 árskúa á búunum 498 reyndist 6.369 kg eða 6.488 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 499 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 121 bús þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.798,2 árskúa á búunum 499 reyndist 6.362 kg eða 6.478 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Fundum um nautgriparæktun frestað

Í ljósi hertra aðgerða vegna COVID faraldursins hafa RML og kúabændadeild BÍ ákveðið að fresta fundum um nautgriparæktun sem vera áttu á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember í Ljósheimum, Skagafirði og á Stóra Ármóti, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Nýjar fundardagsetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira

Umræðufundir fyrir nautakjötsframleiðendur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands bjóða nautakjötsframleiðendum til umræðufunda. Fulltrúar RML kynna efni úr bæklingnum „Holdagriparækt“ sem birtur var á heimasíðu RML s.l. vor. Höskuldur Sæmundsson af markaðssviði BÍ kynnir efni úr nýja bæklingnum „Íslensk gæðanaut – framleiðsla og meðhöndlun“ sem gerður var í tengslum við Íslenskt gæðanaut.
Lesa meira

DNA-sýnataka úr öllum kvígum um næstu áramót

Fyrirhugað er að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt um næstu áramót. Fyrirkomulagið verður þannig að sýnataka verður í höndum bænda sjálfra þannig að hún fer fram um leið og merki eru sett í kvígurnar. Unnið er að því að hægt verði að panta merki með sýnaglösum.
Lesa meira