Nautgriparækt fréttir

Til hamingju með daginn!

Í dag, þann 1. júní, er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Átakinu var ýtt úr vör árið 2001 að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli mikilvægi mjólkur sem hollrar og góðrar fæðu og því hversu mjólkurframeiðsla hefur mikil efnahags- og næringarfræðileg áhrif um alla heimsbyggðina. Á hverju ári síðan hefur ávinningur mjólkur og mjólkurafurða verið kynntur um allan heim, þar á meðal hvernig mjólkurvörur styðja við lífsafkomu meira en eins milljarðs manna.
Lesa meira

Af arfgreiningum og erfðamati

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals er að segja má komin í nokkuð fastar skorður og það skipulag sem lagt var upp með snemma síðasta árs hefur reynst vel. Þegar þetta er skrifað er búið að greina og lesa inn í gagnagrunn nautgriparæktarinnar niðurstöður 19.323 arfgreininga í íslenska kúastofninum. Af þessum 19.323 arfgreiningum eru 7.053 úr gripum fæddum á þessu og síðasta ári og þar af eru 5.267 úr kvígum fæddum 2022 og 1.606 úr kvígum fæddum á þessu ári.
Lesa meira

Breytingar á nautum í notkun

Þau þrjú naut sem fagráð í nautgriparækt ákvað í byrjun maí kæmu ný til notkunar eru nú komin í dreifingu um land allt. Þetta er þeir Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089, Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051 og Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. 
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú að loknum aprílmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru skömmu eftir hádegi þann 11. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 461 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 124 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.129,6 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.363 kg. eða 6.378 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,3.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok marsmánaðar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast að hluta á skilum eins og þau voru nokkru fyrir hádegi þann 11. apríl en hvað varðar mjólkurframleiðsluhlutann, þá hafa þær verið uppfærðar og sá hluti miðaður við stöðuna eftir hádegi þann 12. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru endurreiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 465 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.342,8 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.344 kg. eða 6.366 kg. OLM
Lesa meira

Norðmenn fyrirmynd í ræktun holdanautgripa

Um miðjan mars skruppu tveir starfsmenn RML til Noregs að læra búfjárdóma og ómmælingar á holdanautgripum. Kristian Heggelund, ábyrgðarmaður ræktunar hjá TYR, var leiðbeinandi og Svein Eberhard Østmoe, formaður Angus félagsins og eigandi Høystad Angus lagði til ársgamla gripi til að dæma.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar - sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Pokar fyrir sýni úr nautkálfum

RML hefur látið gera poka til þess að nota fyrir sýni úr nautkálfum sem koma til greina á Nautastöðina á Hesti. Pokarnir eru merktir þannig að skýrt sé að um forgangssýni er að ræða og með þessu vonumst við til að hægt verði að stytta ferilinn frá því að nautkálfur fæðist og þar til bóndi fær svar við hvort kaupa eigi kálfinn eða ekki. Ráðunautar RML eru þessa dagana að dreifa pokunum samhliða kúaskoðun en auk þess er hægt að fá þá á starfsstöðvum RML á Hvanneyri, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar að liðnum febrúarmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.201,2 árskúa á fyrrnefndum 468 búum var 6.345 kg
Lesa meira