Ný reynd naut í notkun

Skellur 11054
Skellur 11054

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný naut úr 2011 árgangi í notkun sem reynd naut í stað nauta sem tekin verða úr notkun. Þetta er Laxi 11050 frá Laxamýri í Reykjahverfi, Roði 11051 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Skellur 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum, Öllari 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit og Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar sem og önnur reynd naut í notkun.
Þar með eru komin níu naut úr 2011 árgangnum til dreifngar sem reynd naut. Því miður eru þessi naut til jafnaðar ekki eins öflug og þau naut sem hverfa úr notkun en hafa þó ótvíræða kosti til að bera.
Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða Strákur 10011, Lúður 10067, Gýmir 11007, Skalli 11023 og Skellur 11054. Áfram verða þó teknir nautkálfar undan þeim Dropa 10077, Úranusi 10081 og Úlla 10089.
Þau naut sem falla úr notkun eru: Blómi 08017 (fullnotaður), Neptúnus 10079 (fullnotaður), Bætir 10086 (fullnotaður), Úranus 10081 (sæði uppurið) og Úlli 10089 (sæði uppurið).
Frekari umfjöllun um þessi naut og niðurstöður kynbótamatskeyrslu bíður næsta Bændablaðs. Þá er fyrirhugað að ný nautaskrá komi út í seinni hluta nóvember.

Sjá nánar:

Nautaskra.net

/gj