Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í haust kynntum við að fyrirhugað væri að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt nú um áramótin. Því miður verða tafir á þeirri fyrirætlan þar sem unnið er að uppfærslu búnaðar í Noregi til þess að geta framleitt viðkomandi merki fyrir Ísland. Vonast er til þess að framleiðsla geti hafist fyrir lok febrúar.
Merkin sem um ræðir eru svokölluð TST-merki sem eru með áföstu sýnaglasi þannig að DNA-sýnataka fer fram um leið og merki eru sett í kvígurnar.
Margir bændur eru í þeirri stöðu nú að kálfamerki búsins eru uppurin þessa dagana. Þrátt fyrir fyrirætlanir um önnur merki fyrir kvígur er ekki rétt að bíða með merkjapantanir en stilla þó kannski magni í hóf. Það er þó rétt að hafa í huga að þau merki sem pöntuð eru núna, það er hefðbundin merki án sýnatökuglass, munu áfram nýtast til merkingar á nautkálfum.
Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Jóhannesson, netfang: mundi@rml.is.