Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 113 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.853,2 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.446 kg eða 6.751 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,4.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda

Fyrr á þessu ári hófst rekstrarverkefni meðal kúabænda þar sem markmiðið er m.a. að auka rekstrarvitund og möguleika þeirra á meiri skilvirkni í bættum búrekstri. 90 kúabú tóku þátt í verkefninu og er nú verið að leggja lokahönd á úrvinnslu gagna. Stefnt er að því í fyrri hluta desembermánaðar að þátttökubúin fái afhenta skýrslu um sitt bú þar sem styrkleikar og veikleikar í rekstri verða rýndir....meira
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Sýni send til greiningar

Fyrstu sýni vetrarins voru send til greiningar hjá Eurofins í Danmörku í morgun. Um er að ræða 1.182 vefjasýni úr kúm sem safnað hefur verið hjá bændum og nautum fæddum 2018, 2019 og 2020 á Nautastöðinni á Hesti. Þá voru einnig send 63 sæðissýni úr eldri nautum sem ýmist fundust ekki við síðustu greiningar eða misfórust þá. Í þeim hópi er að finna gamla "matadora" sem eiga nokkra erfðahlutdeild í stofninum og því skiptir verulegu máli fyrir verkefnið að fá arfgerðargreiningu á þeim. Þarna má nefna gamalkunnug naut eins og Sorta 90007, Almar 90019, Soldán 95010, Font 98027 og Balda 06010.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 509 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.622,6 árskúa á nefndum 509 búum var 6.479 kg eða 6.777 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 509 var 48,4.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals að fara af stað

Í september síðast liðnum var ráðstafað fjármunum úr samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar til frekari vinnu við verkefnið um erfðamengisúrval í íslenska kúastofninum. Verkefnið er unnið í samstarfi RML, Bændasamtaka Íslands, Landssamband kúabænda og Landbúnaðarháskóla Íslands og nú hefur ríkisvaldið, í gegnum framkvæmdanefnd búvörusamninga, einnig lagt því lið. Þessir fjármunir tryggja að hægt er að fara í frekari sýnatöku til stækkunar svokallaðs viðmiðunarhóps, það er stækka hann úr rétt um 8 þús. gripum í ríflega 12 þúsund gripi.
Lesa meira

Norrænt samstarf í útrás

Ráðunautaþjónustur og ábyrgðaraðilar skýrsluhalds í nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil unnið í sameiningu að því að þróa tæknilausnir til að auðvelda gagnaflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. RML sem ábyrgðaraðili skýrsluhalds og ræktunarstarfs hérlendis er þátttakandi í þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Kerfið sem kallast NCDX (Nordic Cattle Data Exchange) er þróað af Mtech í Finnlandi og er komið í notkun, m.a í Finnlandi og Noregi, og unnið hefur verið að því að búa til tengingar við mjaltaþjóna á Íslandi.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2020-21 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Skráin er með hefðbundnu sniði en auk umfjöllunar um reynd naut og holdanaut í notkun er að finna ýmislegt fræðsluefni í skránni. Þar má nefna greinar um frjósemi í íslenska kúastofninum og aðra um skyldleikarækt þar sem halda á penna ungir og upprennandi vísindamenn sem vonandi gera landbúnaðarfræði og búvísindi að sínu ævistarfi. Þetta eru þau Þórdís Þórarinsdóttir frá Keldudal í Skagafirði sem lauk meistaranámi við LbhÍ s.l. vor og Egill Gautason frá Engihlíð í Vopnafirði sem stundar nú doktorsnám í Árósum í Danmörku.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.318,8 árskúa á þessum 503 búum var 6.512 kg eða 6.812 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 503 var 48,3.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa

Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsframleiðslu og lagði RML, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðsluefnis um nautakjötsframleiðslu. Fóður- og nautgriparæktarhópur RML hóf vinnslu bæklings en þegar vinnan hófst varð mönnum ljóst að fræðsluefnið hefði orðið mjög yfirborðskennt ef allt ferli nautakjötsframleiðslu væri undir í einum stuttum bæklingi. Það varð því úr að mismunandi skeiðum framleiðslunnar var skipt upp og stefnan er að gera röð bæklinga með mismunandi tímabil framleiðslunnar í huga.
Lesa meira

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að ræða síðustu syni þeirra Lúðurs 10067, Dropa 10077 og Gýmis 11007 auk fyrstu sona Bakkusar 12001 og Jörfa 13011. Þá er að finna í hópnum einu syni þeirra Stólpa 11011 og Skells 11054 sem koma munu til dreifingar.
Lesa meira