Nautgriparækt fréttir

Angus-fósturvísar

Í síðustu viku fór fram skolun á fósturvísum úr sjö Angus kvígum á Stóra-Ármóti sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 fósturvísar og var sjö af þeim komið fyrir ferskum í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Þeir fósturvísar standa nú bændum til boða til kaups. Fósturvísaskolunina framkvæmdi Tjerand Lunde, norskur dýralæknir og sérfræðingur í meðhöndlun og uppsetningu fósturvísa. Fósturvísarnir eru allir úr dætrum Li’s Great Tigre 74039 en Draumur 18402 er faðir þeirra.
Lesa meira

Upplýsingar um sjö ný naut úr árgangi 2018

Nú eru komnar upplýsingar um sjö ný ungnaut úr árgangi 2018 á nautaskra.net. Þetta eru Fálki 18029 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Gými 11007 og Sýningu 784 Bambadóttur 08049, Beykir 18031 frá Brúnastöðum í Flóa undan Gými 11007 og Áttu 888 Baldadóttur 06010, Eiðar 18034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Lúðri 10067 og Steru 675 Koladóttur 06003,
Lesa meira

Jana 432 á Ölkeldu 2 er búin að mjólka yfir 100 þús. kg mjólkur

Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefur nú bæst í hóp þeirra afreksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. Nú um áramótin hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 12,0 kg dagsnyt þann 28. desember s.l. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur nærri mánaðamótum nóv./des.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 519 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á þessum 519 búum var 6.301 kg eða 6.552 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum og fleira.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var nálægt hádegi þ. 11. nóvember 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 531 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.560,7 árskúa á þessum 531 búi var 6.297 kg eða 6.546 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi

Nú eru upplýsingar um tíu naut úr 2018 árgangi komnar á nautaskra.net og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Gýmis 11007 og Skalla 11023 sem koma í notkun. Þetta eru eftirtalin naut; Gumi 18016 frá frá Hæli 1 í Eystrihrepp undan Dropa 10077 og Brúði 632 Lagardóttur 07047, Speni 18017 frá Hrafnagili í Eyjafirði undan Gými 11007 og Bunu 2173 Koladóttur 06003,
Lesa meira

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í byrjun október og að þessu sinni með breyttum áherslum, þ.e. heildareinkunn er nú reiknuð með nýju vægi eiginleika. Þær breytingar hafa verið kynntar, m.a. í Bændablaðinu. Þessar breytingar hafa breytt aðeins mati nauta og þá á þann veg að þau naut sem gefa dætur sem mjólka fituríkri mjólk og eru með góða júgur- og spenagerð hækka heldur í mati. Sem dæmi hefur Sjarmi 12090 nú lækkað úr 115 í 111 án þess að í raun hafi orðið stórvægilegar breytingar á mati hans fyrir einstaka eiginleika. Heildareinkunn reiknast hins vegar lægri vegna breyttra áherslna.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá í september hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. október 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 518 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.854,2 árskúa á hinum fyrrnefndu 518 búum var 6.273 kg eða 6.523 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk) á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira