Nautgriparækt fréttir

Jörfi er besta nautið fætt 2013

Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Ræktandi Jörfa er Jörfabúið sf.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira

Fjósloftið: Fjarfundir fyrir kúabændur

Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir kúabændur og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag 15. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Fjósloftið en þar vísað til þess að á fjósloftinu fara oft fram skemmtilegar umræður auk þess sem segja má að fundirnir verði í loftinu. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Lesa meira

Heimilt að veita undanþágu frá skilum á kýrsýnum

Landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt en með henni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi kýrsýnum tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar á nautaskra.net upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003,
Lesa meira

ÁRÍÐANDI: Móttöku kýrsýna hætt tímabundið

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Þetta er gert í samráði við aðgerðarhóp BÍ til að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan þetta ástand varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 11. mars 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 517 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.748,7 árskúa á þessum 517 búum var 6.413 kg eða 6.673 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu mánuði. Ákveðið var að setja fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta í notkun ásamt einu nauti úr 2014 árgangi. Þarna koma til notkunar fyrstu synir Topps 07046, Laufáss 08003 og Bamba 08049 að lokinni afkvæmaprófun. Þau naut sem koma nú til notkunar eru Vals 14087 frá Brúnastöðum, f. Laufás 08003 og mf. Flói 02029, Kætir 15004 frá Núpstúni, f. Toppur 07046 og mf. Síríus 02032, BJarki 15011 frá Akri, f. Laufás 08003 og mf. Ás 02048, Risi 15014 frá Syðri-Bægisá, f. Laufás 08003 og mf. Hjarði 06029, Golíat 15018 frá Keldudal, f. Laufás 08003 og mf. Bolti 09021 og Jólnir 15022, f. Bambi 08049 og mf. Sússi 05037.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2020

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var fyrir hádegi þ. 11. febrúar 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 523 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 107 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.084,2 árskúa á þessum 523 búum var 6.416 kg eða 6.667 kg OLM
Lesa meira