Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati. Ákveðið var að setja fjögur naut fædd árið 2017 í notkun sem reynd naut og eru það jafnframt fyrstu reyndu nautin úr þeim árgangi. Þetta eru Kopar 07014 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bláma 07058 og Búvísri 555 Baldadóttur 06010, Flýtir 17016 frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum undan Gusti 09003 og Rjóð 524 dóttur Starra 0455 Spottasonar 01028, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028 og Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039.
Ánægjulegt er að faðerni þessara nauta er eins dreift og kostur er og þau auka á valkosti sem menn hafa með hliðsjón af skyldleika. Rétt er að hafa í huga að Skuld 1539 á Hvanneyri, móðir Jötuns 17026, var sammæðra Úranusi 10081.
Sæði úr þessum nautum mun berast í kúta frjótækna um land allt við næstu áfyllingar.
Jafnframt ákvað fagráð að taka eftirtalin naut úr dreifingu:
Kláus 14031 – fullnotaður
Risi 15014 – fullnotaður
Köngull 15019 – fullnotaður
Álmur 16007 – lækkaði í mati
Höttur 16028 – lágt fanghlutfall