Uppstilling hrossa í sköpulagsdómi

Á dómarafundi FEIF nú í vor var ákveðið að gera breytingar á æskilegri stöðu afturfóta í uppstillingu fyrir sköpulagsdóm. Hér á heimasíðunni má finna lýsingu, sem unnin er af Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara, þar sem farið er yfir hvernig stilla skal hrossi upp í sköpulagsdómi og hvetjum við sýnendur til að kynna sér það vel. Við bendum jafnframt á að einnig er að finna hér á síðunni ítarlegar upplýsingar um allt sem snýr að kynbótasýningum.

Sjá nánar: 

Uppstilling hrossa í sköpulagsdómi 

Upplýsingar um kynbótasýningar

geh/okg

(Ljósm: Þorvaldur Kristjánsson)