Síðasti skráningardagur er í dag!
10.08.2015
Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar síðsumars er í dag 10. ágúst. Skráning verður opin til miðnættist. Sýningarnar sem um ræðir eru á Miðfossum, Sauðárkróki og Selfossi dagana 17. -21. ágúst, náist lágmarksfjöldi á sýningarnar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www. worldfengur.com þar sem valið er skrá hross í kynbótasýningu. Einnig er hægt að skrá í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin skrá á kynbótasýningu. Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu má finna á heimasíðunni undir búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar. Starfsmenn RML munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma 516-5000, einnig er hægt að senda t-póst á netföngin lr@rml.is og halla@rml.is.
Lesa meira