Áríðandi tilkynning - hætt við dóma á fyrstu sýningarviku á Hólum

Vegna áframhaldandi vondrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa sýningarvikunni 3. - 7. júní (vika 23) á Hólum. Hross sem skráð eru á þá viku, munu færast yfir á næstu viku á eftir (vika 24) og hefjum við þá dóma sunnudaginn 9. júní.  Það stefnir þá í langa og stranga viku 9. - 14. júní og biðjum við þá knapa sem ekki sjá sér fært að sýna þá,  að hafa samband og einnig ef einhverjir geta fært sig yfir í viku 25, þá höfum við örlítið rými til að bæta við örfáum hrossum þar til að minnka álagið á yfirlitsdegi í viku 24.

Það verður mikið umleikis og biðjum við knapa að fylgjast vel með, hafa puttann á púlsinum og vonumst til að allt geti gengið hratt og vel. Til að yfirlitssýning geti gengið snurðulaust fyrir sig á svona löngum degi, er ákaflega mikilvægt að rennslið í brautina sé stöðugt og ekki sé bið eftir knöpum.

Sýningarstjóri á vorsýningunum á Hólum (allar vikur) er Guðrún Hildur Gunnarsdóttir s: 8482834 netfang gudrunhildur@rml.is

Þökkum skilninginn - Kveðju RML

ghg/agg