Hrossarækt fréttir

Síðsumarssýningar kynbótahrossa

Í næstu viku verða haldnar þrjár síðsumarssýningar; á Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Hefjast þær sem hér segir: Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst kl. 8:00 mánudaginn 17. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 21. ágúst. Sýningin á Sörlastöðum hefst kl. 8:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 20. ágúst. Sýningin á Hólum hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlistssýningu föstudaginn 21. ágúst.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 7. ágúst

Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 17. til 21. ágúst, opnað var á skráningar 16. júlí. Sýningarnar verða að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu, á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 7. ágúst.
Lesa meira

 Hollaröð á yfirliti 31. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu þriðju dómaviku, miðsumars, á Gaddstaðaflötum. Yfirlitið hefst kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 17:30, föstudaginn 31. júlí (Ath. að hádegishlé er áætlað sem næst 11:30-12:30).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti 24.júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu annarrar dómaviku miðsumars á Gaddstaðaflötum. Yfirlitssýningin hefst kl. 08:00 og áætluð lok eru um kl. 17:40 föstudaginn 24. júlí.
Lesa meira

Yfirlitssýning viku 2 á Hellu

Yfirlit annarrar dómaviku miðsumarssýningar á Hellu fer fram föstudaginn 24. júlí og hefst kl. 08.00. Hefðbundin röð flokka. Nánari dagskrá verður birt hér á heimasíðunni þegar dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 23. júlí - hollaröðun

Hér má finna hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Hólum, fimmtudaginn 23.07.2020 - sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Nú hefur verið opnað á skráningar á kynbótasýningar síðsumars. Að þessu sinni verða síðsumarssýningar á þremur stöðum, Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið má finna í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira